Kjötmeistarar SS fara mikinn þegar kemur að vöruþróun og töfra fram dýrindis nýjungar í áleggsflokknum. Á markað eru komnar 2 nýjar áleggstegundir, annars vegar spægipylsa með pesto og hins vegar franskt salamí.
Spægipylsa með pesto
Komin er á markað spægipylsa með pesto. Stórar og mjúkar sneiðarnar bráðna í munni og keimurinn af pestóinu leikur við bragðlaukana án þess að yfirgnæfa spægipylsubragðið. Varan er sérlega glæsileg og sómir sér vel á hvaða veisluborði sem er.
Þessi pylsa er himnasending fyrir alla unnendur úrvalsáleggs og sér í lagi þurrpylsa. Hún er tilvalin á snitturnar eða smurbrauðið og hægt er að leika sér með hana á forréttardiskinum.
Spægipylsa með pesto fæst í öllum helstu matvöruverslunum landsins. Hún hreinlega bíður eftir þér.
Franskt salamí
Og enn önnur nýjungin, salamí kryddað á franska vísu. Það er sérlega milt og gott og hentugt með ostum og kexi, sniðugt í ýmsa brauð- og pastarétti, en einnig virkilega gómsætt eitt og sér.
Franska salamíið er spennandi nýjung og kærkomin viðbót fyrir alla unnendur þurrpylsna. Það fæst í öllum helstu matvöruverslunum landsins og bíður þar eftir þér. Ekki gleyma að kippa franska salamíinu með !