1944 marokkóskur lambapottréttur
með krydduðum hrísgrjónum
Marokkóskur matur nýtur vinsælda um allan heim og í matseld þarlendra er lambakjöt haft í hávegum.
Kröftugir bragðtónar og góður ilmur er einkennandi og þessi réttur er engin undantekning.
Flestir ættu að kunna að meta þennan rétt, hann er ljúfur á bragðið, jafnvel ofurlítið sætur enda
eru í honum bæði apríkósur og döðlur sem er nýtt tilbrigði við íslenska lambakjötið.
Marokkóski lambapottrétturinn er á leið í verslanir þessa dagana, skemmtileg tilbreyting í 1944 flóruna.