Reykjagarður hf. hefur ekki farið varhluta ef þessum erfiðleikum og verið rekinn með miklu tapi undanfarin misseri.
Til að tryggja áframhaldandi rekstur og ótruflaða verðmætasköpun hefur stjórn Reykjagarðs hf. tekið þá ákvörðun að selja allan rekstur og eignir til nýs fyrirtækis með sama nafni í eigu sömu aðila.
Söluverð er 779 mkr.
Samningar þar að lútandi voru gerðir í dag og miðast við yfirtöku eigna og skuldbindinga m.v. 1. október. Samhliða hefur fjárhagur hins nýja félags verið endurskipulagður og því lagt til aukið eigið fé.
Hluti skulda eldra félags verður ekki yfirtekinn af nýjum rekstraraðila og verður unnið að uppgjöri þeirra á næstu mánuðum.
Nánari uppl. veitir Steinþór Skúlason stjórnarformaður Reykjagarðs hf. í síma 575 6000.