Til að mæta þörfum bænda um upplýsingar í því skyni að hver og einn geti metið hagkvæmasta sláturtíma fyrir sig þá mun SS birta upplýsingar um þróun flokkunar og meðalverð meðan á sauðfjársláturtíð stendur. 
 
Ákvarðanir bænda sem byggja á réttum upplýsingum hjálpa svo félaginu að móta hvernig verðlagning á að breytast eftir vikum til að stuðla að jafnri ásókn í slátrun og lágmörkun sláturkostnaðar sem skilar sér til bænda í hærra afurðaverði. 
 
Eftirfarandi tafla verður uppfærð vikulega. Sjá má að fyrstu slátranir skila háu meðalverði sem er nánast hið sama fyrstu tvær vikurnar. Stígandi er í holdfyllingu en fitan sveiflast aðeins. Eftir breytingu á verðhlutföllum skv. tillögu LS vegur holdfylling meira en fita í verði nema fita fari yfir 3. Meðalverð pr. kg lækkar eftir viku 35 fram til viku 40 en vika 41 kemur nánast eins út og vika 40.
 
Meðalverð pr. dilk fer einnig lækkandi eftir viku 35.  Vika 38 er fyrsta vika eftir réttir er slátrað er fé af fjalli.  Athyglisvert er að sjá að fita er svipuð og fyrri vikur en holdfylling og meðal fallþyngd fer niður sem ásamt lækkun á verðskrá lækkar meðalverð bæði á kg og á dilk. Vika 39 skilar svipuðu mati og vika 38 en aukin fallþyngd vegur upp verðlækkun að mestu þannig að lítill munur er á verði fyrir hvern dilk. Vikur 40 og 41 eru svipaðar í mati og með svipaða fallþyngd einnig. 
 
 
 
throun_flokkunar_og_medalverds_vikur_34til41_2011