Sláturfélag Suðurlands gerir sátt við Samkeppniseftirlitið

•   Fallist á að greiða sekt að fjárhæð 45 mkr.
•   Samkeppniseftirlitið telur 10. grein samkeppnislaga hafa verið brotna.
•   Breytt fyrirkomulag á verðmerkingum á kjötvörum.

Stjórn Sláturfélags Suðurlands hefur gert sátt við Samkeppniseftirlitið í
framhaldi af rannsókn á samskiptum kjötbirgja við verslanir Bónus í eigu Haga
hf.

Sáttinn felst í því m.a. að SS og dótturfélag þess Reykjagarður hf.  greiði
sekt í ríkissjóð að fjárhæð 45 milljónir króna, viðurkenni brot á 10. gr.
samkeppnislaga og hætti verðmerkingum á vörum með leiðbeinandi smásöluverði.

Til að stuðla að virkri samkeppni á þeim mörkuðum sem SS samstæðan starfar á
skal SS og Reykjagarður hætta að gefa út eða birta leiðbeinandi smásöluverð á
vörum sínum.  Fyrir 1. mars 2011 sé hætt verðmerkingum á vörum sem eru
staðlaðar hvað varðar magn og fyrir  1. júní  2011 sé hætt með öllu að  merkja
vörur með leiðbeinandi smásöluverði jafnframt því sem leitast verði við eins og
hægt er að framleiða unnar kjötvörur í staðlaðri þyngd.

Fyrirkomulag á verðmerkingum með leiðbeinandi smásöluverði hefur verið viðhaft
á ýmsum kjötvörum í áratugi enda talið að það bryti ekki í bága við
samkeppnislög en væri fyrst og fremst upplýsandi fyrir neytendur.

Í framhaldi af sátt við Samkeppniseftirlitið mun SS og Reykjagarður breyta
verðmerkingum kjötvara með hliðsjón af tilmælum Samkeppniseftirlits.

SS og Reykjagarður vonast til að breytingar á verðmerkingum  á kjötvörum verði
neytendum til hagsbóta til lengri tíma litið og ekki hljótist af óþægindi við
breytt verklag.

Nánari upplýsingar veitir Steinþór Skúlason, forstjóri í síma 575 6000

Reykjavík, 1. oktober 2010

Sláturfélag Suðurlands svf.