Creditinfo hefur unnið ítarlega greiningu sem sýnir hvaða íslensk fyrirtæki fengu bestu einkunn í styrk- og stöðugleikamati miðað við ýmsar lykiltölur og breytur í rekstri. Af 33 þúsund skráðum fyrirtækjum uppfylla 462 fyrirtæki, eða 1,5% fyrirtækja þann styrk í mælingum Creditinfo að verðskulda viðurkenninguna ,,Framúrskarandi fyrirtæki” og er SS meðal þeirra.
Viðurkenning af þessu tagi þekkist víða erlendis en á stærri mörkuðum er algengara að ekki sé stuðst við eins ströng skilyrði og ákveðið var að setja hér á landi af Creditinfo.
Árangri SS er ekki síst að þakka tryggum viðskiptavinum félagsins, starfsmönnum og félagsmönnum sem lagt hafa sitt að mörkum til að gera SS að framúrskarandi fyrirtæki.
Ekki er síður ánægjulegt að Reykjagarður, dótturfélag SS sé einnig ,,Framúrskarandi fyrirtæki” 2013.
Eftirfarandi upplýsingar eru lagðar til grundvallar á mati Creditinfo um hvort fyrirtæki uppfylli skilyrði styrkleikamatsins:
> að hafa skilað ársreikningum til RSK 2010 til 2012
> minna en 0,5% líkur á alvarlegum vanskilum
> að sýna jákvæðan rekstrarhagnað (EBIT) þrjú ár í röð
> að ársniðurstaða sé jákvæð þrjú ár í röð
> eignir séu 80 milljónir eða meira árin 2010 – 2012
> að eigið fé sé 20% eða meira, rekstrarárin 2010 til 2012
> að vera með skráðan framkvæmdastjóra og stjórnarmenn í hlutafélagaskrá
> að vera virkt fyrirtæki skv. skilgreiningu Creditinfo