Kjötskurðarnám byggt á raunfærnimati – útskrift fyrstu nema!

Í vikunni var brotið blað í menntasögu matvælagreina þegar fyrstu nemarnir úr kjötskurðarnámi byggðu á raunfærnimati voru útskrifaðir í kjötvinnslu SS á Hvolsvelli. Uppbygging námsins, kennslugögn og kennsla var unnin af SS í samstarfi við Sæmund fróða, en það er samstarfsverkefni IÐUNNAR fræðsluseturs og Hótel- og matvælaskólans í Kópavogi. Það er virkileg ástæða til að vera stolt af þessu frumkvöðlaframtaki og hér með er öllum aðstandendum námsins óskað innilega til hamingju með þetta frábæra framtak!

Einnig óskar SS þeim nemendunum sem luku náminu innilega til hamingju með útskriftina. Stefnt er að því að halda áfram á þessari braut enda bíða margir spenntir eftir tækifæri til að leggja stund á þetta nám.

 

Mynd frá útskrift fyrstu nema.

nemar2012