Á stjórnarfundi SS í gær var tekin ákvörðun um verðlagningu sauðfjárafurða haustsins. Framleiðslukostnaður hefur hækkað mikið milli ára en óvenjuerfiðar aðstæður eru á markaði til að ná hækkun á söluverði afurða. Niðurstaða stjórnar var að hækka verðskrá SS fyrir dilkakjöt um 16,5% frá fyrra ári auk sérstakrar hækkunar á matsflokk R3 sem hækkar um 17,8%. Miðað við flokkun SS í sept. og okt. í fyrra er vegið meðalverð 427,3 kr/kg sem er 16,9% hækkun frá fyrra ári og 17,5% hærra en meðalverð LS árið 2007.
Afurðalán og vaxtagjöld standa ekki undir staðgreiðslu og ef borin er saman kostnaður við staðgreiðslu og það fyrirkomulag sem vaxtagjöld miðast við er ávinningur bænda að jafnaði rúmlega 2% af staðgreiðslu og verður að hafa það í huga er samanburður er gerður við verðskrá LS. Í þeim samanburði má segja að um 6,5% muni á meðalverði SS og meðalverði LS. Einnig ber að hafa í huga að greiðslur til bænda vegna gæðastýringar hækka um nálægt 44 kr/kg milli ára.
Verð fyrir fullorðið fé var einnig hækkað umtalsvert. Til viðbótar var ákveðin mikil hækkun á yfirborgunum fyrir sláturtíð.
Verðskrá SS verður endurskoðuð ef tilefni gefst til.
Nánari upplýsingar um verðskrá sauðfjárafurða er að finna hér í pdf skjali.
Afurðalán og vaxtagjöld standa ekki undir staðgreiðslu og ef borin er saman kostnaður við staðgreiðslu og það fyrirkomulag sem vaxtagjöld miðast við er ávinningur bænda að jafnaði rúmlega 2% af staðgreiðslu og verður að hafa það í huga er samanburður er gerður við verðskrá LS. Í þeim samanburði má segja að um 6,5% muni á meðalverði SS og meðalverði LS. Einnig ber að hafa í huga að greiðslur til bænda vegna gæðastýringar hækka um nálægt 44 kr/kg milli ára.
Verð fyrir fullorðið fé var einnig hækkað umtalsvert. Til viðbótar var ákveðin mikil hækkun á yfirborgunum fyrir sláturtíð.
Verðskrá SS verður endurskoðuð ef tilefni gefst til.
Nánari upplýsingar um verðskrá sauðfjárafurða er að finna hér í pdf skjali.