Stjórn SS hefur ákveðið í ljósi mikilla hækkana á rekstrarvörum bænda að greiða 5% viðbót á allt afurðainnlegg ársins 2021 og mæta þannig hluta þess kostnaðarauka sem bændur eru að verða fyrir.

Í heild verða um 83 m.kr. greiddar til bænda með þessum hætti í byrjun janúar.

Stjórn og starfsfólk SS þakkar félagsmönnum samstarfið á árinu og óskar öllum gleðilegra hátíða.