Um síðastliðna helgi var haldin keppni kjötiðnaðarnema í tengslum við sýninguna Matur-Inn 2005, sem haldin var á Akureyri. Fjórir nemar hjá Sláturfélaginu tóku þátt í keppninni og stóðu sig með mikilli prýði. Ólafur Bjarni Loftsson nemi á Hvolsvelli, gerði sér lítið fyrir og hampaði titlinum “KJÖTIÐNAÐARNEMI ÁRSINS”. Aðeins voru veitt ein verðlaun, en allir fengu viðurkenningarskjöl. Í lok keppninar voru afurðirnar boðnar upp og bitust margir um hin glæsilegu verk okkar manna og söfnuðust þannig 55 þús. krónur til styrktar barnadeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Við færum Ólafi Bjarna og nemunum öllum innilegar hamingjuóskir og þakkir fyrir góðan árangur.