·          Stjórn SS hefur samþykkt að skrá félagið á First North markaðinn en félagið hefur um árabil verið skráð á Opna tilboðsmarkaðnum.
·          NASDAQ OMX hefur samþykkt skráningu félagsins á First North markaðinn.
·          Fyrsti viðskiptadagur með hlutabréf félagsins á First North markaðnum er áætlaður 14. júlí n.k.
·          Deloitte hf. verður viðurkenndur ráðgjafi félagsins.
 
  
Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf. hefur samþykkt að skrá félagið á First North markaðinn hjá NASDAQ OMX en SS hefur um árabil verið skráð á Opna tilboðsmarkaðnum hjá Kauphöll. Stjórn félagsins telur mikilvægt að félagið sé skráð á markaði og First North markaðurinn henti félaginu vel.
 
NASDAQ OMX hefur samþykkt skráningu SS á First North markaðinn. Gert er ráð fyrir að viðskipti geti hafist með hlutabréf félagsins á First North markaðnum 14. júlí n.k.
 
SS hefur gert samkomulag við Deloitte hf. um að vera viðurkenndur ráðgjafi félagsins á First North markaðnum en gerð er krafa um að félög skráð á markaðnum hafi samning við viðurkenndan ráðgjafa(e. Certified Adviser) sem starfar sem ráðgjafi félagsins meðan á skráningarferlinu stendur og eftir að því er lokið. Delotte hf. þekkir vel til SS þar sem Deloitte hf. hefur annast endurskoðun félagsins.
 
Sláturfélag Suðurlands er eitt af elstu fyrirtækjum landsins en félagið var stofnað árið 1907. SS er leiðandi matvælafyrirtæki sem starfar á heildsölustigi. Starfsemi SS er fjölþætt en auk þess að stunda slátrun og kjötiðnað er félagið með umfangsmikinn innflutning á matvælum og búrekstrarvörum auk útflutnings á lambakjöti. Skráning SS á First North markaðinn styrkir þá ímynd sem SS vill viðhalda gagnvart viðskiptavinum, félagsmönnum, starfsmönnum og eigendum hlutabréfa félagsins.
 
 
 
 
Frekari upplýsingar veita:
 
Steinþór Skúlason, forstjóri í síma 575 6000 – steinthor@ss.is
 
Hjalti H. Hjaltason, fjármálastjóri í síma 575 6000 – hjalti@ss.is

Fréttatilkynningin á pdf formi.