Eftir knattleikskeppni við aðra stráka drap Egill einn af keppinautum
sínum. Faðir hans var ekki glaður en móðir hans sá ekki sólina fyrir
honum og fannst hann sýna að hann var hið mesta víkingsefni.

hangikjöt

Helsti hátíðarmatur Íslendinga um aldir hefur verið hangikjöt. Birkireykta hangikjötið frá SS er sígilt og löngu landsþekkt. Það er aðeins framleitt úr fyrsta flokks hráefni sem gerir það mjúkt, safaríkt og hæfilega bragðmikið. Við reykingu á Birkireykta SS hangikjötinu er notað íslenskt birki. SS býður einnig nýja vöru sem kallast Taðreykt hangikjöt. Kjötið er verkað eftir gömlum íslenskum aðferðum sem hafa verið notaðar um aldir í sveitum landsins. Kjötmeistarar velja kjötið af kostgæfni, það er pækilsaltað og reykt við tað þar til réttum lit,  bragði og áferð er náð. Þannig verður kjötið bragðmeira og þurrara.

Tindfjallahangikjet er sunnlenskt sælgæti sem hefur unnið til gullverðlauna í fagkeppnum Meistarfélags kjötiðnaðarmanna og hentar vel í gjafir. Því er pakkað í lofttæmdar umbúðir og sett í sérsaumaðan strigapoka. Kjötið er algjört lostæti sem borðað er hrátt og hentar sérstaklega vel sem forréttur eða smáréttur. Tindfjallahangikjet er tilvalið á þorrablótið.

Egill sigldi ásamt bandamönnum sínum út frá Íslandi og lagðist í víking.