Tvær tillögur verða lagðar fyrir aðalfund Sláturfélags Suðurlands svf. 8. apríl 2005.
1. Arður af B-deild stofnsjóðs og vextir af A-deild stofnsjóðs.
Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf. leggur til við aðalfund að greiddur verði 10% arður af B-deild stofnsjóðs að viðbættum 3,91% hækkun vegna breytinga á lánskjaravísitölu ársins 2004 eða samtals 13,91%, alls 27.820.000 króna og reiknaðir 6% vextir á höfuðstól inneigna í A-deild stofnsjóðs, alls 12 milljónir. Arður af B-deild stofnsjóðs verður greiddur út eigi síðar en 6. maí 2005. Greiðsla arðsins miðast við hlutafjáreign við upphaf aðalfundardagsins 8. apríl 2005.
2. Tillaga um að dregin verði til baka ákvörðun stjórnar félagsins frá 17. desember 2004 um úreldingu og lokun sláturhússins á Kirkjubæjarklaustri.
Eftirfarandi tillaga barst stjórn félagsins:
Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. haldinn 8. apríl 2005 samþykkir að draga til baka ákvörðun stjórnar félagsins frá 17. desember 2004 um úreldingu og lokun sláturhúss félagsins á Kirkjubæjarklaustri. Fundurinn telur það óásættanlegt að ekki verði hægt að taka við nema 50% sláturfjár félagsmanna á hefðbundnum haustslátrunartíma.
Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf.