Sláturfélagið hefur ákveðið að hækka bændaverð á fullorðnum hrossum tímabundið um 10% og gildir það til loka september n.k. Þetta kemur til viðbótar 5% hækkun sem átti sér stað fyrr í sumar.  Breytingin tekur gildi frá og með 26. júlí.
 
Verð fyrir HRI A er nú 105 kr/kg. og sem fyrr greiðir Sláturfélagið langhæsta verð sláturleyfishafa.