SS skráð á First North markaðnum
SS var skráð á First North markaðinn hjá NASDAQ OMX 11. júlí 2011 en hafði áður verið skráð á Opna tilboðsmarkaðnum. SS fylgir því lögum og reglum sem snúa að fyrirtækjum sem skráð eru á First North markaðnum.
Sláturfélag Suðurlands hefur ákveðið að nýta sér fengna undanþágu frá skyldunni til þess að vera með viðurkenndan ráðgjafa á viðvarandi grunni sbr. ákvæði 2.2.3 í reglum First North og með vísan í ákvæði 8.2. Undanþágan gildir frá og með 1. janúar 2017. Fram að því var viðurkenndur ráðgjafi (e. Certified Adviser) Deloitte hf. sem þekkir vel til félagsins og annast endurskoðun SS.
Stjórn SS telur mikilvægt að félagið sé skráð á markaði og First North markaðurinn henti félaginu vel. Skráning SS á First North markaðnum styrkir þá ímynd sem SS vill viðhalda gagnvart viðskiptavinum, félagsmönnum, starfsmönnum og eigendum hlutabréfa félagsins.