Sláturfélag Suðurlands óskar eftir tilboðum í sauðfjárflutninga af Vesturlandi að sláturhúsi félagsins á Selfossi.
Flutningar fara fram með sérbúnum sauðfjárflutningavagni í eigu SS. Verktaki leggur til dráttarbifreið með ökumanni og aðstoðarmanni.
Útboðsgögn verða afhent þeim sem þess óska frá og með þriðjudeginum, 6. ágúst 2013 á skiptiborði SS, Fosshálsi 1, 110 Reykjavík. Einnig er hægt að panta útboðsgögn í síma 575 6000 og fá þau send með tölvupósti.
Tilboðum skal skila á sama stað fyrir kl. 13, föstudaginn, 16. ágúst 2013. Bjóðendur skulu hafa reynslu af meðhöndlun sauðfjár. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum.
Auglýsing um útboð sauðfjárflutninga á pdf formi.