Gæðamál eru SS mjög mikilvæg og ferlar við ábendingar sem til okkar koma eru skýrir. Mál sem kom upp í vikunni er varðar ábendingu um 1944 kálböggla þykir okkur mjög leitt. En viðbrögð við öllum ábendingum eins og þegar um matareitrun er að ræða er alltaf vísað til viðkomandi heilbrigðiseftirlits.  Brugðist hefur verið við málinu á viðeigandi hátt og í svona tilfellum höfum við alltaf samband við viðkomandi sem er búið að gera. Við reglubundið eftirlit með framleiðslunni hefur ekkert komið í ljós sem skýrir frávik í viðkomandi framleiðslulotu. Einnig hefur verið send vara úr viðkomandi framleiðslulotu til greiningar hjá Sýni.

 

Nánari upplýsingar gefur

Benedikt Benediktsson framleiðslustjóri í síma 575-6000