Ný afurðaverðskrá nautgripa hefur tekið gildi. Verðbreytingarnar eru í takt við aðstæður sem nú ríkja á kjötmarkaði fyrir naut. Þessar breytingar eru helstar:
* UN 1 ÚA hækkar um 2,4% eða úr 416 kr í 426 kr.
* UN 1 ÚA<230 hækkar um 3,9% eða úr 386 kr í 401 kr.
* UN 1 ÚM hækkar um 4,7% eða úr 316 kr í 331 kr.
* UN 1 A hækkar um 3,6% eða úr 387 kr í 401 kr.
* UN 1 A<210 kg hækkar um 5,7% eða úr 351 kr í 371 kr.
* UN 1 B<210 kg hækkar um 7,8% eða úr 321 kr í 346 kr.
* UN 1 C hækkar um 3,7% eða úr 291 kr í 306 kr.
* UN 1 M+ hækkar um 3,5% eða úr 339 kr í 351 kr.
* UN 1 M hækkar um 2,9% eða úr 311 kr í 320 kr.
Þá hækkar SS einnig verð á kjöti af kvígum og kúm:
* K1 UA hækkar um 2,8% eða úr 322 kr í 331 kr.
* K1 A hækkar um 4,6% eða úr 307 kr í 321 kr.
* K1 B hækkar um 3,8% eða úr 266 kr í 276 kr.
* K 3 hækkar um 11% eða úr 181 kr í 201 kr.
Bændum er bent á að hafa samband við sláturhúsið á Selfossi vegna sláturpantana.
Sjá nánar um verð á nautgripakjöti til bænda í afurðaverðskrá