Vegna hækkana á innkaupsverði kjarnfóðurs þarf SS að hækka verð á kúafóðri. Hækkunin er á bilinu 5-6,5% eftir tegundum. Verðhækkunin tekur gildi þann 1.mars 2011. Vegna hækkana á eldsneyti verður heldur ekki komist hjá því að hækka verð fyrir heimkeyrslu á kjarnfóðri og nemur hækkunin 5%.
Við viljum benda bændum á að verð á kúafóðri hjá SS er þó áfram afar hagstætt en t.d. er staðgreiðsluverð á Kúafóðri 20 63.480 kr/tonn án vsk.
Þeir bændur sem hafa áhuga á viðskiptum eru hvattir til að hafa samband við Berg Pálsson sölufulltrúa kjarnfóðurs, sími 894-0491 eða skrifstofu, sími 575-6000.
Nánari upplýsingar um kjarnfóðrið.
Nánari upplýsingar um verðskrá á kúafóðri.