Vetrarslátrun verður framkvæmd 25. nóvember 2010.
Nauðsynlegt er að bændur í samstarfi við deildarstjóra á hverju svæði sameini litla sláturhópa til að flýta fyrir og halda kostnaði við flutninga í lágmarki. Sem fyrr er brýnt að sláturgripir séu hreinir þannig að tryggja megi hreinlæti við slátrun og heilbrigðar afurðir.
Tekið er á móti sláturpöntunum í sláturhúsinu á Selfossi, s. 480 4100.
Nánari upplýsingar er að finna í verðskrá sauðfjárafurða.