Sláturfélag Suðurlands svf. hefur gert samning við Verðbréfastofuna hf. um viðskiptavakt á útgefnum samvinnuhlutabréfum félagsins í B-deild stofnsjóðs (SFS B). Samningurinn gildir frá 3. júní 2005.
Sem viðskiptavaki mun Verðbréfastofan hf. setja daglega fram í eigin reikning kaup- og sölutilboð í hlutabréf Sláturfélags Suðurlands svf. að lágmarki kr. 200 þúsund að markaðsvirði. Tilgangur með viðskiptavaktinni er meðal annars að stuðla að sem minnstum mun á kaup- og sölutilboða í hlutabréfin og stefnt að því að hann verði ekki meiri en 3%. Tilboð skulu endurnýjuð innan 15 mínútna eftir að þeim er tekið að fullu. Þó kaupir Verðbréfastofan hf. ekki meira en svo að meðalstaða hlutabréfa á hverjum mánuði fari ekki yfir 10 milljónir króna að markaðsvirði.
Nánari upplýsingar veitir Steinþór Skúlason forstjóri í síma 575 6000.