Búrfells vörumerkið

Kjötvinnslan Búrfell var stofnuð á Lindargötu í Reykjavík  árið 1936 af Garðari Gíslasyni og rekin þar alla tíð. Fyrirtækið skapaði sér gott orð á markaði fyrir ýmsar vörur svo sem kindabjúgu og kjötfars. Um árið 1990 var rekstur kjötvinnslu Búrfells að leggjast af. SS keypti þá vörumerkið og uppskriftir í þeim tilgangi að setja á markað afmarkaða vörulínu til keppa á lægri enda markaðarins og verja SS merkið neðan frá.

Stefnan var skýr. Bjóða skyldi vöruliði undir Búrfells vörumerki í stórum vöruflokkum þar sem markaðshlutar voru til staðar og kaupendur með aðal áherslu á verð. Jafnframt var horft til stöðu vara undir SS merki í vöruflokkum til að meta hættu á að skaða stöðu þeirra. Árið 1990 setti SS á markað 6 vöruliði undir Búrfells vörumerkinu.Í upphafi var megin áherslan á lágt verð og slagorðið “Betra verð” teiknað inn í Búrfells vörumerkið.Hvergi kom fram að varan væri framleidd af SS nema í smáu letri eins og áskilið er á merkimiðum. Er frá leið skiptist markaðurinn enn meira og verslunarkeðjur fóru að bjóða vörur undir eigin vörumerkjum og nýttist Búrfells vörumerkið vel í þeirri samkeppni.Markaðskönnun sýndi að neytendur tengdu Búrfell ekki við lágt verð og minni gæði með sama hætti og haldið var og ímynd merkisins var að mörgu leyti mjög góð.

Stefnunni með Búrfells merkið var þá breytt lítilega. Nýtt vörumerki var teiknað og útlit umbúða endurhannað með tilvísun í gamaldags matargerð. Slagorðið “Betra verð” var fellt út.   Markmiðið var áfram að bjóða góðar hversdags vörur á hagstæðu verði með áherslu á fallegt útlit og þægilegar umbúðir.

Undir Búrfells vörumerki eru í dag seldir eftirfarandi 8 vöruliðir : saltkjöt, beikon, kindabjúgu, hrossabjúgu, hangiálegg, brauðskinka, spariskinka og spægipylsa.

Hér fyrir neðan gefur að líta útlit Búrfells vörumerkisins frá því að SS keypti það.

 

 burfell_a burfell_b  burfell_c