Verðskrá Yara áburðar fyrir árið 2014/15 er komin út. Verðskráin gildir til 31. desember 2014 en þó með fyrirvara um breytingar á gengi. Í boði eru hagstæðir greiðslusamningar eða ríkulegur staðgreiðsluafsláttur.
Verðhækkun á áburði
Heimsmarkaðsverð á áburði hefur hækkað umtalsvert milli ára. Ekki sér enn fyrir endann á hækkun á áburði erlendis. Sérstaklega þær tegundir sem innihalda mikið köfnunarefni. Til að mynda hefur CAN í Þýskalandi hækkað um 19% frá október 2013. Þrátt fyrir að gengið hafi verið tímanlega frá samningum um innkaup á áburði í haust þá verður ekki hjá því komist að hækka verð á áburði.
Köfnunarefnisáburður hækkar um 7% og er nú staðgreiðsluverð á OPTI-KAS 66.650 kr/t án vsk en var á síðasta sölutímabili 62.305 kr/t. Algengar þrígildar áburðartegundir hækka um 5 – 8% en aðrar minna. Til að mynda hækkar NPK 24-4-7 um 5,5% og er staðgreiðsluverð 84.300 kr/t án vsk en var í fyrra 79.900 kr/t. NPK 12-4-18 hækkar um 3,3% enda með lágt innihald köfnunarefnis (N).
Nú er því miður að ganga til baka sú mikla lækkun sem varð á áburði í nóvember 2013 en þá lækkaði Yara köfnunarefnisáburður um 12% og algengar þrígildar áburðartegundir um 8 – 11% en aðrar minna.
Hagstætt tilboð á flutningi á áburði heim á hlað ef pantað er fyrir 31. desember 2014
1000 kr/tonn án vsk. fyrir 6 tonn og meira.
Þrjár tegundir sem allar innihalda selen
Yara leggur áherslu á að bjóða bændum góða valkosti til að auka selen í heyi og á beitarlönd enda víða selenskortur. Tegundir eru NP 26-4 Se, NPK 27-3-3 Se og NPK 22-6-6 Se sem er ný áburðartegund.
Einkorna áburður
Allur Yara áburður er einkorna gæða áburður þar sem öll næringarefnin eru í hverju korni en góð dreifing og nýting næringarefna í áburði getur skipt sköpun varðandi fóðrun og heilsufar gripa. Einnig þarf að huga sérstaklega að sýrustigi jarðvegs til að nýting áburðarefna sé hámörkuð og vekjum við athygli á Kalksaltpetri og Dolomit kalki sem stendur til boða á hagstæðu verði. Nýting búfjáráburðar skiptir sem fyrr verulegu máli til að draga úr notkun á tilbúnum áburði.
Við ráðleggjum viðskiptavinum að ganga frá pöntun eins fljótt og hægt er til að tryggja sér hæsta pöntunarafslátt. Einnig ráðleggjum við viðskiptavinum að nýta sér staðgreiðsluafslátt sem er hár og ná þannig hagstæðustu kjörum. Einnig standa til boða hagstæðir greiðslusamningar fyrir þá sem kjósa að dreifa greiðslum vegna áburðarkaupa.